Skila & skiptiréttur

Skartgripurinn þarf að vera í upprunalegum umbúðum og ónotaður, skila þarf til okkar í verslun okkar á Skóalvörðustíg 5 í Reykjavík eða sendann til okkar í rekjanlegum pósti.  Endursendingargjald er á kostnað viðskiptavinar.

Hægt er að fá inneignanótu eða kaupa annan skartgrip í staðinn.

Miðað er við 30 daga frá því að varan var keyot of framvísa þarf pöntunarnúmeri eða sýna kassakvittun.

 

Viðburðardagatal

18

Jan

Jan 18, 2025 @ 15:00 -

Feb 19, 2025 @ 17:00

Skólavörðustígur 5, 101 Reykjavík, Iceland
FRIÐARÞRÁ - LONGING FOR PEACE Christine Gisla, listljósmyndari, sýnir í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, 101 Reykjavík.
Bæta við í dagatal

26

Apr

Apr 26, 2025 @ 14:00 -

May 28, 2025 @ 18:00

Skólavörðustígur 5, 101 Reykjavík, Iceland
HORFÐU TIL HIMINS Ragnar Hólm
Bæta við í dagatal

07

Jun

Jun 07, 2025 @ 14:00 -

Jul 02, 2025 @ 17:00

Skólavörðustígur 5, 101 Reykjavík, Iceland
Heidi Strand sýnir um 20 ný textílverk í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg Heidi Strand er fædd í Noregi en hefur búið á Íslandi frá því um tvítugt. Hún var í listnámi í Noregi og náði þar fljótt góðum tökum á textil af ýmsu tagi. Heidi hélt sína fyrstu einkasýningu í Ásmundarsal árið 1982. Síðan þá hefur hún haldið einkasýningar á Norðurlöndum öllum og þetta er þriðja árið í röð sem hún sýnir í Listhúsi Ófeigs við góðar undirtektir. Heidi hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum sam- og farandsýningum í bæði Evrópu, Bandaríkjunum og Japan, þar sem alþjóðlegar dómnefndir velja verkin, og hafa sumar þessara sýninga farið víða um lönd. Nú er í gangi farandsýning í Bandaríkjunum þar sem Heidi á verk. Heidi hefur náð alveg sérstökum tökum á nálaþæfingu og í Listhúsi Ófeigs sýnir hún myndverk af ýmsum stærðum tengd íslenskri náttúru, bæði af kindum en ekki síður af fuglum sem hafa lengi verið henni hugleiknir. Öll verkin á sýningunni eru unnin í ár eða í fyrra. Sýningin er opin á opnunartíma Gullsmiðju Ófeigs, það er virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 frá 7. til 30. júní nk. og er aðgangur ókeypis. Heidi er félagi í Textílfélaginu og SÍM auk bandarísku samtakanna SAQA.
Bæta við í dagatal

05

Jul

Jul 05, 2025 @ 14:00 -

Jul 18, 2025 @ 17:00

Skólavörðustígur 5, 101 Reykjavík, Iceland
Thelma Sigurhansdóttir, einnig þekkt sem Thelma Gella opnar sýninguna "Búsvæði" í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5 laugardaginn 5. júlí kl. 14-16. Thelma ólst upp á Íslandi umkringd víðáttumiklu, ósnortnu landslagi sem hafði djúpstæð áhrif á listsköpun hennar. Thelma hefur verið búsett í New York síðastliðin þrjú ár og opnaði nýlega einkasýningu í Staten Island Museum þar sem verk hennar endurspegluðu samræður milli róta hennar á Íslandi og hrárrar orku stórborgarinnar New York. Verk Thelmu vekja upp samræður um ósýnileg lög heimsins, umbreyta hinu hversdagslega í eitthvað djúpstætt og bjóða áhorfendum að hugleiða falda leyndardóma í hversdagsleikanum. Á sýningunni "Búsvæði" er hið flókna samband manneskjunnar við rými sem hún býr í rannsakað. Sýningin vekur upp spurningar um skynjun manneskjunnar á heiminum og kannar hvað gæti verið handan við raunveruleikann eins og við sjáum hann. Í súrrealískum og áhrifamiklum verkum teflir Thelma saman einangrun við ónáttúruleg og draumkennd inngrip sem afmá mörkin á milli náttúrunnar og þess manngerða. Meginmyndefni sýningarinnar eru hendur sem virðast bæði verndandi og ágengar þar sem þær birtast í íslensku landslagi, út úr himninum, á túnum og í lífrænum efnum. Þær virðast rífa sig í gegnum náttúruöflin og á sama tíma laga þau og sýna þannig fram á viðkvæmni hins óþekkta heims handan við. "Búsvæði" býður áhorfendum að hugleiða flókið og síbreytilegt samband manneskjunnar við náttúruna. Sýningin stendur til 18. júlí og er opin mánudaga - föstdaga 10-18 og laugardaga 11-16. Ókeypis aðgangur, öll velkomin.
Bæta við í dagatal

02

Aug

Aug 02, 2025 @ 14:00 -

Aug 27, 2025 @ 17:00

Skólavörðustígur 5, 101 Reykjavík, Iceland
Nalla Art - Húsin í Færeyjum
Bæta við í dagatal

30

Aug

Aug 30, 2025 @ 14:00 -

Sep 24, 2025 @ 17:00

Skólavörðustígur 5, 101 Reykjavík, Iceland
Bæta við í dagatal

27

Sep

Sep 27, 2025 @ 14:00 -

Oct 22, 2025 @ 17:00

Skólavörðustígur 5, 101 Reykjavík, Iceland
Bæta við í dagatal

25

Oct

Oct 25, 2025 @ 14:00 -

Nov 19, 2025 @ 17:00

Skólavörðustígur 5, 101 Reykjavík, Iceland
Bæta við í dagatal

22

Nov

Nov 22, 2025 @ 14:00 -

Dec 30, 2025 @ 17:00

Skólavörðustígur 5, 101 Reykjavík, Iceland
Bæta við í dagatal

-