Um Ófeig

Neðst á Skólavörðustígnum í fallega uppgerðu grænu timburhús frá 1881 stendur Ófeigur gullsmiðja, skartgripaverslun eins og þær gerast bestar. Fyrirtækið var stofnað 1992 af Ófeigi Björnssyni gullsmíðameistar (1948-2021), Hildi Bolladóttur kjólameistar og syni þeirra Bolla Ófeigssyni gullsmíðameistara. Hildur hannar og saumar alla hattana í verslunni auk þess að sjá um afgreiðsluna, Bolli hannar og smíðar hluta skartgripanna að auki selja þau skart frá nokkrum íslenskum gullsmiðum. Bolli er einnig hugmyndasmiður af úrvali skartgripa frá Zeezen og Trollbeads.

Í dag er Gullsmiðja Ófeigs rekinn af Bolla Ófeigssyni Gullsmiðameistara og Hildi Bolladóttur kjólameistara

Ófeigur Gullsmiðja er umboðaðili Trollbeads og Zeezen.

Ófeigur Gullsmiðja Skólavörðustíg 5, stofnað 1992 af Ófeigi Björnssyni & Hildi Bolladóttur.

Skartgripaverslun okkar er á Skólavörðustíg 5 í Reykjavík, opið virka daga 10-18, laugardaga 11-16 en lokað á sunnudögum

Verslun okkar & netverslun

Ófeigur Gullsmiðja

Skólavörðustígur 5

101 Reykjavík

Sími: 551-1161

kt. 450299-2519

Fyrirspurnir vegna netpantana

Sími 588-5577

Tölvupóstur : shop@ofeigur.is

Viðburðardagatal

13

Aug

Aug 13, 2024 @ 14:00 -

Sep 04, 2024 @ 18:00

Skólavörðustígur 5, 101 Reykjavík, Iceland
Heidi Strand sýnir rúmlega 20 ný textílverk í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg. Heidi Strand er fædd í Noregi en hefur búið á Íslandi frá því um tvítugt. Hún var í listnámi í Noregi og náði þar fljótt góðum tökum á textil af ýmsu tagi.Heidi hefur náð alveg sérstökum tökum á nálaþæfingu og í Listhúsi Ófeigs sýnir hún myndverk af ýmsum stærðum tengd íslenskri náttúru, bæði af kindum en ekki síður af fuglum sem hafa lengi verið henni hugleiknir. Nær öll verkin á sýningunni eru unnin í ár eða i fyrra.

07

Sep

Sep 07, 2024 @ 14:00 -

Oct 02, 2024 @ 18:00

Skólavörðustígur 5, 101 Reykjavík, Iceland
Elínborg Halldórsdóttir sýnir málverk sem enginn má láta framhjá sér fara, sýningin er opin á mán-föstud. 10-18 and laugardaga 11-16, lokað sunnudaga.

-