(0)

Þríkrossinn úr silfri

19.900 kr

Stærð

 

Þríkrossinn - Sterling silfur (925)

Hönnun Ásgeir Gunnarsson

Við bjóðum upp á Þríkrossinn í tveimur stærðum.

Stærð: 12mm x 8 mm
Stærð: 18mm x 13 mm

Krossinn kemur á 45 cm rodiumhúðaðri silfurkeðju.

 Krossinn kemur í fallegum kassa.  Við bjóðum upp á satín gjafainnpökkun.

Þríkrossinn - Skartgripur með táknræna merkingu

Þríkrossinn er fallegur skartgripur með táknræna merkingu. Hann er tákn hinnar heilögu þrenningar og hefur verið blessaður af páfanum. Margir líta á Þríkrossinn sem sérstakan verndargrip og hann hefur verið afar vinsæll til gjafa við hin ýmsu tækifæri. Þríkrossinn er seldur til styrktar blindum og sjónskertum á Íslandi.

Það var Ásgeir heitinn Gunnarsson forstjóri sem hannaði þennan sérstaka skartgrip sem byggist á tengingu þriggja krossa sem tákna heilaga þrenningu. Táknið, sem er gert úr þremur samtengdum krossum, er úr silfri.

Þetta er í fyrsta sinn, svo vitað sé, sem þremur krossum er raðað saman á þennan hátt í helgi eða skartgripum. Þríkrossinn hlaut blessun Jóhannesar Páls II páfa þegar hann kom til Íslands árið 1989 og þáði páfi við það tilefni kross að gjöf sem nú er varðveittur í Vatíkaninu í Róm. Þá hefur biskup Íslands blessað Þríkrossinn og fyrrverandi forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, þegið hann að gjöf.

Fáir skartgripir hafa eins táknræna merkingu og Þríkrossinn. Sem gjöf lýsir hann góðum hug gefanda og væntumþykju sem og ósk um að veita þeim sem þiggur eilífa vernd.

19.900 kr

Trollbeads

The original Bead-on-Bracelet brand

Trollbeads - Frumkvöðull í kúluarmböndum - síðan 1976